við höfum bætt við aukasýningu vegna þess hve góðar viðtökur sýningin hefur fengið!
Sú sýning verður föstudaginn 1. Okt kl.
Hér má sjá hvað gagnrýnendur höfðu um SKEPNU að segja:
"Bjartmar Þórðarson hefur agaðan leikstíl, frábæra raddbeitingu, hljómmikla rödd, skýra framsögn og styrkan líkama. Allt þetta nýtir hann til fulls í Skepnu....ég var heltekin af sögu unga mannsins frá því að hann opnaði munninn...Frábært" Bryndís Schram - www.pressan.is
"(Bjartmar Þórðarson) gerði þetta með glæsibrag og hafði salinn í lófa sér allt frá fyrstu stundu. Hann er bersýnilega afar flinkur leikari, hefur áberandi góða raddbeitingu og hvíldi vel í hlutverkunum, bæði þegar þurfti að sýna kómík og einnig þegar senurnar voru óþægilegri og beittari. Það var afskaplega gaman að fylgjast með honum...uppsetning Guðjóns Þorsteins skemmtilega unnin...leikrýmið hentaði verkinu afar vel...lýsingin sérstaklega vel útfærð og var mikilvægur hlekkur í frásagnaraðferð sýningarinnar...afar ánægjuleg leikhúsupplifun. Það er gaman að horfa á góðan leikara gera vel...SKEPNA fær mín bestu meðmæli." Salka Guðmundsdóttir - Víðsjá
EKKI MISSA AF SKEPNU!
No comments:
Post a Comment